GODO Articulates

Sæll kæri rekstraraðili !
Hvernig hitti ég á þig?

Mig langaði til að segja þér frá rekstrarþjónustum Godo. Undanfarin ár höfum við boðið upp á ýmsar þjónustur fyrir gististaði til að létta á rekstrinum. Hér má nefna samskipti við gesti, innheimtuþjónustu, umsýslu á sölurásum og verðstýringu.

Nú eru vissulega krefjandi tímar í ferðaþjónustunni og laun vega þungt í rekstrarkostnaði. Við viljum því kynna rekstrarþjónusturnar betur fyrir ykkur. Með þeim er markmiðið að auka svigrúm rekstraraðila og hagræða því sem við getum séð um. Gott er að hafa í huga að það er lítil fjárhagsleg áhætta fólgin í þessu fyrirkomulagi þar sem að þjónustan byggir á þóknunum.
Hvað þýðir það? Jú, að einungis er greitt fyrir þjónustu af þeim bókunum sem berast. Með því er kostnaði haldið í lágmarki þegar lítið er að gera og launakostnaður lækkaður eins og hægt er.

Ég ætla segja þér aðeins betur hvað við erum að tala um.

Verðstýring:

  • Markmið: Hámarka meðal næturverð og nýtingu.
  • Breytileg verðstýring eftir
    • Árstíðum
    • Vikudögum
    • Álagspunktum
    • Eftirspurn
    • Samkeppnisaðilum.
  • Verðflokkar breytilegir eftir:
    • Mismunandi skilmálum
    • Fjölda gesta
    • Lágmarksdvöl
    • Nýtingu.

Í síbreytilegu rekstrarumhverfi er verðstýring mikilvæg og verður flóknari við markaðsaðstæður sem breytast hratt. Við notum meðal annars algóriþma sem tekur mið út frá samkeppnisaðilum og markaðnum hverju sinni, en það er sett upp algjört lágmarksverð inn í kerfið svo algóriþminn fer aldrei undir það verð fyrir hverja herbergistýpu og stillt upp eftir árstíma og eftirspurn. Þrátt fyrir flókin forrit og algrím verður ekki komist hjá mannlega þættinum í verðstýringu. Nærumhverfið getur haft áhrif á sölu sem ekki er hægt að kenna forritum að taka mið af. Mikilvægt er að þekkja markaðinn, stýra verðum yfir ákveðna þröskuldi og fylgjast grannt með þáttum sem kunna að hafa áhrif. Við erum með 4 starfsmenn í fullu starfi sem einungis einbeita sér að verðstýringu og umsýslu á bókunarrásum og sjá til þess að allt sé í lagi og virki sem skildi.

Umsýsla á sölurásum:

  • Markmið: Besta sölusíður og hámarka fjölda bókana.
  • Uppsetning og viðhald á sölusíðum
  • Myndefni og textar
  • Setjum upp/og förum yfir bókunarvél á heimasíðu (ef við á)
  • Samskipti við starfsmenn sölusíðna
  • Greining og úttekt á sölusíðum
  • Almenn ráðgjöf sem tekur mið af stefnu gististaðar.

Líta má á bókunarsíður sem sölumenn fyrir hótel og gististaði. Ef ítarleg og góð gögn liggja ekki fyrir á þessum síðum, þá getur salan reynst erfið.
Umsýsla á bókunarrásum felur einnig í sér að gera gististaðinn þinn sýnilegri á núverandi rásum ásamt því að Godo sér alfarið um að setja gististaðinn þinn upp á nýjum og fleiri bókunarrásum sem henta þínum gististað. Það eitt eykur sýnileika og eykur möguleika á fleiri bókunum.

Gestasamskipti:

  • Markmið: Koma upplýsingum á framfæri skilvirkt og tímanlega til gesta og minnka um leið álag og starfsmannahald.
  • Sími og svörun tölvupósta allan sólarhringinn, alla daga ársins
  • Dyrasími eða samskipti vegna sjálfsinnritunar (ef við á)
  • Samskipti fyrir og á meðan dvöl stendur (ef við á)
  • Svörun fyrirspurna og samdægursbókanir
  • Svörun umsagna (e. Reviews) og greining.
  • Samskipti við rekstraraðila og starfsfólk á staðnum (t.d. Þrifaaðila eða móttöku)

Gestasamskiptin eru allan sólarhringinn, við erum með starfsfólk á vöktum sem einfaldlega einbeita sér aðeins að því að svara tölvupóstum, spurningum núverandi- og framtíða gesta, og svara í símann allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Við erum þá með stóran upplýsingabanka um hvern gististað fyrir sig til að geta svarað gestunum þínum. Eins ef þú ert með sjálfsinnritun þá aðstoðum við gestinn í gegnum síma við að innrita sig.

Við setjum upp og/eða lagfærum tölvupósta sem sendir eru á gestina. Þetta allt saman er sniðið að hverjum gististað fyrir sig.

Andlit fyrirtækisins er oft á tíðum einungis sýnilegt í gegnum símtöl og tölvupóstsamskipti. Þetta er aðal snertiflötur gesta við gististað fyrir komu og því mikilvægt að gestir upplifi fagmannleg vinnubrögð og vinalegt viðmót frá upphafi.

Innheimta:

  • Markmið: Hafa skilvirka innheimtu og tryggja að allar bókanir séu greiddar á tilsettum tíma og þar með minnka álag og starfsmannahald
  • Fylgja eftir ef greiðsluupplýsingar eru ekki fullnægjandi
  • Endurgreiðslur og endurkröfumálum
  • Aðstoð við yfirlit yfir greiðslur og skýrslugerð
  • Bókhaldstengingar og reikningagerð (ef við á)

Örugg gagnavarsla Godo Property gerir það að verkum að kreditkortaupplýsingar eru ekki sýnilegar.

Með því er öryggisstöðlum mætt og hættan á misferli á kreditkortaupplýsingum lágmörkuð.

Innheimtan felur í raun í sér að við hjá Godo sjáum til þess að allar bókanir séu greiddar samkvæmt skilmálum, við sjáum til þess að allar óendurgreiðanlegar bókanir séu greiddar og að bókanir á Standard verði séu greiddar á tilsettum tíma. 

Einnig sjáum við um að fylgja eftir greiðslum ef kreditkorti var hafnað, eitthvað vandamál er með netkort rásarinnar, senda öruggan greiðslutengil og fleira. Við sjáum til þess að allt sé greitt svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur.

Við getum séð um endurgreiðslur, ef til þess kemur, og tekið á endurkröfumálum. 

Ef þú ert að nota bókhaldskerfi þá er einnig möguleiki á að tengja kerfið við Godo og við sjáum til þess að reikningar skili sér inn í bókhaldið fyrir allar bókanir sem eru greiddar.

Hafðu samband á pro@godo.is fyrir nánari upplýsingar.