Hótel & hugbúnaður

Það sem skilur hótelbókunarkerfin hvert frá öðru í dag er fyrst og fremst geta þeirra til þess að vinna með ólíkar aðgerðir sem snerta á umsýslu bókunnar. Kerfið þarf að byggja á mikilli sjálfvirkni, innihalda þægilegt bókunarferli og bjóða upp á samskipti við kúnna og starfsfólk. Notandi að kerfinu þarf einnig að geta framkallað skýrslur og yfirlit sem hægt er að nýta til að lesa í raunstöðu rekstrar.

Verðstýring hótela og gististaða

Markmið: Hámarka tekjur og bókanir þegar Covid-19 er lokið. Undanfarin ár hefur samkeppni á hótelmarkaði farið harðnandi samhliða auknu framboði. Kröfur ferðamanna um sanngjörn verð, gæði, upplifanir og þjónustu hafa einnig aukist og mikilvægt fyrir fyrirtæki að standa undir væntingum gesta þannig að þeir fái það virði úr viðskiptum sem þeir vænta á sama tíma […]