Afbókanir og endurgreiðslur

Það eru svo sannarlega ótrúlegir tímar sem við upplifum þessa dagana í ljósi Covid-19 veirunnar sem herjar á heiminn allan. Allskonar áskoranir sem við eigum við í dag höfðum við aldrei ímyndað okkur að við þyrftum að takast á við áður. Það er því afskaplega mikilvægt að stíga varlega til jarðar og taka þannig meðvitaðar ákvarðanir varðandi allt sem snýr að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustunni. 

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá rekstraraðilum sem snúa að bókunarrásum og skilmálum þeirra. Það er ansi flókið að setja sig inn í alla skilmála þar sem þeir byggja á mismunandi upplýsingum og eru breytilegir eftir bókunarrásum.

Við hjá Godo höfum tekið saman þessar upplýsingar ykkur til fróðleiks og til að einfalda ykkur leitina í frumskóginum mikla um hvar er hægt að nálgast þessa skilmála hjá mismunandi bókunarrásum.

Arðsemi sjálfvirkra tæknilausna

Snjall lausnir fyrir heimili hafa rutt sér til rúms síðustu ár og sífellt fleiri nýta snjalla hátalara, snjalllýsingu, snjalla hitastilla og fleira. Hótel og gistiheimili hafa mörg hver einnig tileinkað sér tæknina sem veitir gestum meiri þægindi. Helst má hér nefna snjalllása sem bæta ekki aðeins upplifun gesta heldur bæta þeir einnig  öryggi með betri […]