Viðspyrna ferðaþjónustunnar að loknum Covid-19 faraldri

Öllum er ljóst að afleiðingar af völdum Covid-19 á ferðaþjónustu um heim allan eru gríðarlegar. Það má fullyrða að ferðalög erlendra ferðamanna til landsins hafi að mestu lagst af og ferðaþjónustufyrirtæki sem áður stóðu vel berjast nú í bökkum. Viðspyrna heillar starfsgreinar er framundan og því mikilvægt að fyrirtæki séu undir hana búin. Ýmsar herferðir sem […]

Afbókanir og endurgreiðslur

Það eru svo sannarlega ótrúlegir tímar sem við upplifum þessa dagana í ljósi Covid-19 veirunnar sem herjar á heiminn allan. Allskonar áskoranir sem við eigum við í dag höfðum við aldrei ímyndað okkur að við þyrftum að takast á við áður. Það er því afskaplega mikilvægt að stíga varlega til jarðar og taka þannig meðvitaðar ákvarðanir varðandi allt sem snýr að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustunni. 

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá rekstraraðilum sem snúa að bókunarrásum og skilmálum þeirra. Það er ansi flókið að setja sig inn í alla skilmála þar sem þeir byggja á mismunandi upplýsingum og eru breytilegir eftir bókunarrásum.

Við hjá Godo höfum tekið saman þessar upplýsingar ykkur til fróðleiks og til að einfalda ykkur leitina í frumskóginum mikla um hvar er hægt að nálgast þessa skilmála hjá mismunandi bókunarrásum.