Afbókanir og endurgreiðslur

Það eru svo sannarlega ótrúlegir tímar sem við upplifum þessa dagana í ljósi Covid-19 veirunnar sem herjar á heiminn allan. Allskonar áskoranir sem við eigum við í dag höfðum við aldrei ímyndað okkur að við þyrftum að takast á við áður. Það er því afskaplega mikilvægt að stíga varlega til jarðar og taka þannig meðvitaðar ákvarðanir varðandi allt sem snýr að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustunni. 

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá rekstraraðilum sem snúa að bókunarrásum og skilmálum þeirra. Það er ansi flókið að setja sig inn í alla skilmála þar sem þeir byggja á mismunandi upplýsingum og eru breytilegir eftir bókunarrásum.

Við hjá Godo höfum tekið saman þessar upplýsingar ykkur til fróðleiks og til að einfalda ykkur leitina í frumskóginum mikla um hvar er hægt að nálgast þessa skilmála hjá mismunandi bókunarrásum.

Rekstrarþjónustur með breytilegum kostnaði

Sæll kæri rekstraraðili !Hvernig hitti ég á þig? Mig langaði til að segja þér frá rekstrarþjónustum Godo. Undanfarin ár höfum við boðið upp á ýmsar þjónustur fyrir gististaði til að létta á rekstrinum. Hér má nefna samskipti við gesti, innheimtuþjónustu, umsýslu á sölurásum og verðstýringu. Nú eru vissulega krefjandi tímar í ferðaþjónustunni og laun vega […]